Vel heppnuð skuldabréfaútgáfa Reita fasteignafélags

19.12.2018

Reitir fasteignafélag hf. hefur undirritað samning við Fossa markaði um umsjón með skuldabréfaútboðum Reita.

Fyrsta útboð Reita í umsjón Fossa markaða var í gær, 18. desember, þar sem boðin voru til sölu skuldabréf í verðtryggðu flokkunum REITIR151124 og REITIR151244, ásamt óverðtryggða flokknum REITIR 22.

Alls bárust tilboð í flokkana þrjá að nafnvirði 5.070 milljóna króna. Ákveðið var að taka tilboðum að nafnvirði 1.590 milljóna króna á ávöxtunarkröfunni 3,50% í flokknum REITIR151244 og að nafnvirði 1.265 milljóna króna á ávöxtunarkröfunni 2,80% í flokknum REITIR151124.

Útboðið var með stærstu skuldabréfaútboðum sem Reitir hafa haldið til þessa m.v. núverandi grunnlýsingu.

Um Reiti
Reitir fasteignafélag hf. (OMX: REITIR) er stærsta félagið í útleigu atvinnuhúsnæðis á Íslandi. Eignasafn Reita er fjölbreytt og vandað safn atvinnuhúsnæðis, sem telur um 465 þúsund fermetra í 135 byggingum. Eignasafnið samanstendur af verslunar- og skrifstofuhúsnæði, ásamt hótelbyggingum og öðru atvinnuhúsnæði.