Sævar Ingi Haraldsson ráðinn í teymi markaða

24.11.2016

Sævar Ingi Haraldsson hefur verið ráðinn í teymi markaða hjá Fossum. Hann hefur störf í janúar.

Áður en Sævar gekk til liðs við Fossa markaði hf. starfaði hann í markaðsviðskiptum Arion banka, fyrst í gjaldeyrismiðlun á árunum 2007 til 2008 og svo verðbréfamiðlun á árunum 2009 til 2015 við miðlun á hlutabréfum, skuldabréfum og afleiðum.

Sævar er með B.S. gráðu í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands, M.S. gráðu í fjármálastærðfræði frá Boston University auk þess sem hann er löggiltur verðbréfamiðlari.