Nýir starfsmenn hjá Fossum mörkuðum

3.7.2017

Matei Manolescu og Þorsteinn Helgi Valsson hafa gengið til liðs við Fossa markaði. Matei mun starfa við miðlun innlendra skuldabréfa og Þorsteinn við bakvinnslu.

Áður en Matei gekk til liðs við Fossa markaði hf. í júlí starfaði hann í markaðsviðskiptum Íslandsbanka með áherslu á miðlun skuldabréfa. Á árunum 2013 til 2016 starfaði hann hjá Landsbréfum, fyrst sem sjóðstjóri í skuldabréfasjóðum og síðan í blönduðum fjárfestingar- og vogunarsjóðum. Þar áður vann Matei hjá Almenna lífeyrissjóðnum, á tímabilinu 2008 til 2012. Matei er með BSc gráðu í fjármálaverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík og MSc Finance frá Imperial College í London ásamt því að hafa lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.

Þorsteinn hóf störf hjá Fossum mörkuðum hf. í maí. Hann kom til Fossa markaða hf. frá Íslandsbanka. Áður starfaði hann hjá Arion banka og T Plús samhliða námi. Þorsteinn Helgi er með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum á Akureyri og M.Sc. gráðu í fjármálahagfræði frá Háskóla Íslands.