Fossar markaðir höfðu umsjón með útgáfu á nýjum skuldabréfaflokki Lykils

Lykill fjármögnun hf. hefur lokið skuldabréfaútboði í nýjum skuldabréfaflokki með auðkennið LYKILL 20 04. Flokkurinn er nýr óverðtryggður skuldabréfaflokkur með 5,30% föstum vöxtum, mánaðarlegum greiðslum og lokagjalddaga þann 28. apríl 2020. Seld voru skuldabréf að nafnverði 3.000 m.kr. á hreina verðinu 100,00 (pari) í lokuðu útboði. Eigendum í áður útgefnum…

Fossar markaðir efna til skuldabréfaútboðs fyrir Reiti fasteignafélag á þriðjudag, 9. apríl

Reitir fasteignafélag hf. efnir til útboðs á skuldabréfum á þriðjudaginn, 9. apríl. Fossar markaðir hafa umsjón með útboðinu. Boðin verða til sölu skuldabréf í eftirfarandi flokkum: REITIR151244: Verðtryggð jafngreiðslubréf til tæplega 26 ára. Áður útgefin að nafnverði 38,3 ma.kr. REITIR151124: Verðtryggð jafngreiðslubréf til tæplega 6 ára. Áður útgefin að nafnverði…

Fossar ljúka öðru útboði grænna skuldabréfa OR

Orkuveita Reykjavíkur (OR) hélt vel heppnað útboð á grænum skuldabréfum í gær, 4. apríl. Fossar markaðir höfðu umsjón með útgáfunni og nam heildareftirspurnin 3.330 milljónum króna á ávöxtunarkröfunni 2,2-2,4%. Tilboðum var tekið fyrir 2.110 milljónir króna á ávöxtunarkröfunni 2,29%. Þetta er í annað skipti sem OR heldur útboð á grænum…

Fossar sjá um græna skuldabréfaútgáfu OR

Orkuveita Reykjavíkur mun halda útboð á grænum skuldabréfum þann 4. apríl næstkomandi. Fossar markaðir hafa umsjón með útboðinu. Skuldabréfaflokkurinn sem boðinn verður út hefur auðkennið OR 180255 GB og er til 36 ára. Hann ber fasta verðtryggða vexti og verður tekinn til viðskipta á Nasdaq Iceland Sustainable Bond markaðnum. Flokkurinn…

Fossar markaðir efna til skuldabréfaútboðs fyrir Reykjavíkurborg n.k. miðvikudag, 6. mars

Reykjavíkurborg efnir til skuldabréfaútboðs á skuldabréfaflokknum RVKG 48 1 næstkomandi miðvikudag, 6. mars. Heimild til lántöku á árinu 2019 er 5.500 m.kr. Engin lán hafa verið tekin það sem af er ári og er því ónýtt heimild 5.500 m.kr. Heildarstærð RVKG 48 1 fyrir þetta útboð nemur alls 4.100 m.kr.…

Fossar markaðir efna til skuldabréfaútboðs fyrir Reiti fasteignafélag á morgun, 26. febrúar

Reitir fasteignafélag hf. efnir til útboðs á skuldabréfum á morgun, þriðjudaginn 26. febrúar. Boðin verða til sölu skuldabréf í eftirfarandi flokkum: • REITIR151244: Verðtryggð jafngreiðslubréf til tæplega 26 ára. Áður útgefin að nafnverði 37.405.200.000 kr. • REITIR151124: Verðtryggð jafngreiðslubréf til tæplega 6 ára. Áður útgefin að nafnverði 8.350.000.000 kr •…

Reynsla Fossa af dönsku kauphöllinni er góð

Í tilefni af því að þrjú íslensk fjármálafyrirtæki hafa á skömmum tíma gerst aðilar að dönsku kauphöllinni er rætt við Nikolaj Kosakewitsch, forstjóra Nasdaq Copenhagen, í nýjasta tölublaði Viðskiptamoggans. Fossar markaðir voru fyrst íslensku fyrirtækjanna aðilar bæði að dönsku og sænsku kauphöllinni í september 2018 og var Haraldur Þórðarson, forstjóri…

Önnur vel heppnuð útgáfa grænna skuldabréfa í umsjón Fossa markaða

Vel heppnað útboð Orkuveitu Reykjavíkur (OR) á grænum skuldabréfum fór fram 13. febrúar. Fossar markaðir höfðu umsjón með útgáfunni og nam heildareftirspurnin 6,3 milljörðum króna. Tilboðum var tekið fyrir um 3,5 milljarða króna á ávöxtunarkröfunni 2,6%. Þetta er í annað sinn sem gefin eru út græn skuldabréf á Íslandi, sem…

Fossar hafa umsjón með grænni skuldabréfaútgáfu Orkuveitunnar

Fyrsta útboð á grænum skuldabréfum Orkuveitu Reykjavíkur verður haldið þann 13. febrúar næstkomandi. Fossar markaðir hafa umsjón með útboðinu. Skuldabréfaflokkurinn sem boðinn verður út hefur auðkennið OR 180255 GB og er til 36 ára. Hann mun bera fasta verðtryggða vexti og verður tekinn til viðskipta á Nasdaq Iceland Sustainable Bond…

Fossar markaðir umsvifamestir í tilkynntum viðskiptum með skuldabréf á árinu 2018

Fossar markaðir hf. voru umsvifamestir í tilkynntum viðskiptum með skuldabréf á árinu 2018. Hlutdeild Fossa markaða í tilkynntum viðskiptum í desember var 17,1% í skuldabréfum og 25,9% í hlutabréfum og samsvarandi 10,6% og 17,2% í öllum viðskiptum. Á árinu 2018 voru Fossar markaðir umsvifamestir í tilkynntum viðskiptum með skuldabréf með…

Vel heppnuð skuldabréfaútgáfa Reita fasteignafélags

Reitir fasteignafélag hf. hefur undirritað samning við Fossa markaði um umsjón með skuldabréfaútboðum Reita. Fyrsta útboð Reita í umsjón Fossa markaða var í gær, 18. desember, þar sem boðin voru til sölu skuldabréf í verðtryggðu flokkunum REITIR151124 og REITIR151244, ásamt óverðtryggða flokknum REITIR 22. Alls bárust tilboð í flokkana þrjá…

Fossar stærstir í tilkynntum viðskiptum í nóvember

Fossar markaðir hf. voru stærstir í tilkynntum viðskiptum í bæði hlutabréfum og skuldabréfum í nóvember. Hlutdeild Fossa markaða í tilkynntum viðskiptum í nóvember var 16,3% í skuldabréfum og 27,7% í hlutabréfum og samsvarandi 11,6% og 15,0% í öllum viðskiptum. Það sem af er ári eru Fossar markaðir umfangsmestir í tilkynntum…

Stækkun á skuldabréfaflokknum LYKILL 17 1

Fossar markaðir höfðu umsjón með stækkun á skuldabréfaflokknum LYKILL 17 1 fyrir Lykil fjármögnun hf. þann 29. nóvember síðastliðinn. Skuldabréfin bera 3,95% fasta ársvexti og voru seld á ávöxtunarkröfunni 3,45%. Seld voru skuldabréf að nafnverði 1.380.000.000 króna og verður heildarstærð flokksins því í kjölfar stækkunar að nafnverði 15.000.000.000 króna sem…

Fyrsta innlenda útgáfa grænna skuldabréfa í umsjón Fossa

Fjallað er um útgáfu Reykjavíkurborgar á grænum skuldabréfum í nýjasta tölublaði Markaðarins, fylgiblaðs Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagslíf. Rætt er um útgáfuna og gildi grænna skuldabréfa við Andra Guðmundsson, framkvæmdastjóra fyrirtækjaráðgjafar Fossa markaða, en Fossar hafa umsjón með sölu bréfanna og samskipti við fjárfesta. Meðal þess sem Andri bendir á…

Fossar afhenda 8,2 milljónir til styrktar ungmennum í fíknivanda

Afrakstur Takk dagsins mun meðal annars tryggja forvarnafræðslu í öllum grunnskólum landsins Þjóðarátakið Ég á bara eitt líf og Bergið, móttöku- og stuðningssetur fyrir ungt fólk, hafa fengið afhentar 8,2 milljónir króna sem söfnuðust á Takk degi Fossa markaða fimmtudaginn 22. nóvember. Upphæðin skiptist jafnt þannig að hvor um sig…