Fossar stærstir í tilkynntum viðskiptum á árinu 2021

Fossar markaðir hf. voru stærstir í tilkynntum viðskiptum á árinu 2021. Hlutdeild Fossa markaða í tilkynntum viðskiptum í desember var 11,4% í skuldabréfum og 19,4% í hlutabréfum og samsvarandi 9,2% og 15,9% í öllum viðskiptum. Á árinu 2021 eru Fossar markaðir umfangsmestir í tilkynntum viðskiptum með bæði skuldabréf og hlutabréf…

Stöðugur vöxtur í skuldabréfaútgáfu

Sífellt færist í vöxt að fyrirtæki sæki fjármögnun með útgáfu skráðra skuldabréfa. Í umfjöllun ViðskiptaMoggans, þar sem rætt var við Arnar Geir Sæmundsson hjá fyrirtækjaráðgjöf Fossa markaða, segir hann ágætan vöxt á markaði skuldabréfa, hvort heldur sem litið sé til fjölda útgefenda eða umfangs. Fram kemur í máli Arnars Geirs…

Fossar markaðir ljúka skuldabréfaútboði fyrir Reiti

Lokuðu útboði Reita fasteignafélags hf. á skuldabréfum þann 8. desember 2021 lauk í gær. Boðin voru til sölu skuldabréf í verðtryggða flokknum REITIR150537. Alls bárust tilboð að nafnvirði 6.460 m.kr. og var ákveðið að taka tilboðum að nafnvirði 4.690 m.kr. á ávöxtunarkröfunni 1,85%. Fossar markaðir höfðu umsjón með sölu skuldabréfanna. Gjalddagi…

Fossar markaðir sjá um útboð á skuldabréfum Reita 8. desember nk.

Reitir fasteignafélag hf. efnir til útboðs á skuldabréfum miðvikudaginn 8. desember næstkomandi. Boðin verða til sölu skuldabréf í nýjum skuldabréfaflokki REITIR150537. Flokkurinn er verðtryggður og veðtryggður með almennu tryggingafyrirkomulagi félagsins. Flokkurinn er með lokagjalddaga 15. maí 2037 en endurgreiðsluferli höfuðstóls fylgir 30 ára greiðsluferli með jöfnum afborgunum. Meðallíftími flokksins (e.…

Fossar markaðir ljúka skuldabréfaútgáfu fyrir Félagsbústaði

Félagsbústaðir hafa lokið við stækkun á félagslega skuldabréfaflokknum FB100366 SB. Gefin voru út skuldabréf að nafnverði kr. 5.200 milljónir og seld á ávöxtunarkröfunni 1,45%. Heildarstærð flokksins verður 18.800 milljónir króna að nafnvirði eftir stækkunina. Skuldabréfaflokkurinn er verðtryggður með lokagjalddaga árið 2066 og ber einfalda ábyrgð Reykjavíkurborgar. Fossar markaðir hafa umsjón…

Fossar stærstir í tilkynntum viðskiptum með skuldabréf í nóv

Fossar markaðir hf. voru stærstir í tilkynntum viðskiptum í skuldabréfum í nóvember. Hlutdeild Fossa markaða í tilkynntum viðskiptum í nóvember var 19,2% í skuldabréfum og 16,1% í hlutabréfum og samsvarandi 16,1% og 13,9% í öllum viðskiptum. Það sem af er ári eru Fossar markaðir umfangsmestir í tilkynntum viðskiptum með bæði…

Metsöfnun á Takk degi Fossa

Met var slegið í söfnun í þágu góðs málefnis á árvissum Takk degi Fossa markaða sem fram fór í sjöunda sinn 25. nóvember síðastliðinn. Alls söfnuðust 21.622.502 kr. sem Haraldur Þórðarson, forstjóri Fossa, afhenti Margréti Völu Marteinsdóttur, forstöðukonu Jafningjaseturs Reykjadals, í höfuðstöðvum Fossa við Fríkirkjuveg í Reykjavík í dag, mánudaginn…

Afrakstur Takk dagsins rennur til Jafningjaseturs Reykjadals

Fossar markaðir halda Takk daginn í  sjöunda sinn í dag, fimmtudaginn 25. nóvember, í samstarfi við viðskiptavini og samstarfsaðila. Allar þóknanatekjur vegna viðskipta á Takk daginn renna til góðs málefnis. Í ár renna þær til Jafningjaseturs Reykjadals, en það er ný þjónusta við börn og ungmenni með fötlun eða sérþarfir…

Mikil tækifæri fólgin í útgáfu fyrirtækjaskuldabréfa

Markaður með fyrirtækjaskuldabréf hefur þroskast umtalsvert á undanförnum árum. Þetta er meðal þess sem fram kemur í orðum Steingríms Finnssonar, framkvæmdastjóra markaðsviðskipta hjá Fossum í nýlegri umfjöllun Markaðarins, viðskiptatímarits Fréttablaðsins, um horfur á þeim markaði. Steingrímur er sannfærður um að fyrirtækjaskuldabréfamarkaðurinn muni vaxa hratt á komandi misserum þrátt fyrir að…

Aníta og Þorlákur ráðin til Fossa markaða

Fossar markaðir hafa ráðið til starfa tvo nýja starfsmenn í teymi eignastýringar félagsins, Anítu Rut Hilmarsdóttur og Þorlák Runólfsson. Bæði koma til starfa í dag, á sama tíma og eignastýring Fossa flytur í nýtt húsnæði félagsins í Næpunni, á Skálholtsstíg 7 í Reykjavík. Næpan er sögufræg bygging, steinsnar frá höfuðstöðvum…

Fossar stærstir í tilkynntum viðskiptum með skuldabréf í sept

Fossar markaðir hf. voru stærstir í tilkynntum viðskiptum í skuldabréfum í september. Hlutdeild Fossa markaða í tilkynntum viðskiptum í september var 25,3% í skuldabréfum og 16,3% í hlutabréfum og samsvarandi 19,9% og 13,2% í öllum viðskiptum. Það sem af er ári eru Fossar markaðir umfangsmestir í tilkynntum viðskiptum með bæði…

Fossar markaðir ljúka skuldabréfaútboði fyrir Reginn

Reginn hf. (Nasdaq: REGINN) hefur lokið útboði á skuldabréfum í skuldabréfaflokkinum REGINN280130. Alls bárust tilboð að fjárhæð 3.720 m.kr. að nafnverði. Ákveðið var að taka tilboðum að fjárhæð 3.120 m.kr. að nafnvirði á ávöxtunarkröfunni 1,34% og verður heildarstærð flokksins í kjölfar stækkunar því að nafnverði 11.140 m.kr. Flokkurinn er verðtryggður…

Fossar sjá um útboð á skuldabréfum Regins í dag

Reginn hf. (Nasdaq: REGINN) heldur lokað útboð á skuldabréfum félagsins í dag, þriðjudaginn 21. september. Boðin verða til sölu skuldabréf í skuldabréfaflokknum REGINN280130. REGINN280130 er verðtryggður flokkur sem ber 2,5% vexti og hefur lokagjalddaga þann 28. janúar 2030 en endurgreiðsluferli höfuðstóls fylgir 30 ára greiðsluferli með jöfnum afborgunum fram til lokagjalddaga…

Fossar markaðir ljúka skuldabréfaútboði fyrir Reiti

Lokuðu útboði Reita fasteignafélags hf. á skuldabréfum þann 9. september 2021 er lokið. Boðin voru til sölu skuldabréf í verðtryggða flokknum REITIR150527. Alls bárust tilboð að nafnvirði 4.080 m.kr. og var ákveðið að taka tilboðum að nafnvirði 2.880 m.kr. á ávöxtunarkröfunni 1,20%. Fossar markaðir höfðu umsjón með sölu skuldabréfanna. Gjalddagi áskrifta…

Fossar markaðir sjá um útboð á skuldabréfum Reita 9. september

Reitir fasteignafélag hf. efnir til útboðs á skuldabréfum fimmtudaginn 9. september næstkomandi. Boðin verða til sölu skuldabréf í skuldabréfaflokkinum REITIR150527, sem er veðtryggður með fyrirliggjandi almennu tryggingarfyrirkomulagi félagsins. REITIR150527 er verðtryggður flokkur sem ber 1,4% fasta ársvexti og hefur lokagjalddaga 15. maí 2027 en endurgreiðsluferli höfuðstóls fylgir 30 ára greiðsluferli…