Fossar ljúka víxlaútboði fyrir Lykil fjármögnun

Lykill fjármögnun hefur lokið útboði á 6 mánaða víxlum í nýjum flokki, LYKILL200115. Heildareftirspurn í útboðinu nam 620 m.kr. Ákveðið var að taka tilboðum að nafnvirði 460 m.kr. Víxlarnir voru seldir á 4,90% flötum vöxtum. Útgáfudagur og gjalddagi áskrifta er 15. júlí 2019. Fossar markaðir höfðu umsjón með útboðinu. Stefnt…

Fyrstu grænu skuldabréf Orkuveitu Reykjavíkur skráð á Nasdaq Iceland

Nasdaq (Nasdaq: NDAQ) tilkynnir að Orkuveita Reykjavíkur (OR) skráði í dag fyrsta græna skuldabréfaflokk sinn á markað Nasdaq Iceland fyrir sjálfbær skuldabréf. Skuldabréfaflokkurinn er um 7,5 milljarðar króna að nafnvirði og er verðtryggður til 36 ára. Fyrsta útgáfan í skuldabréfaflokknum var 18. febrúar sl. OR hyggst halda áfram að gefa…

Grænt skuldabréfaútboð OR 12. júní

Miðvikudaginn 12. júní 2019 verða boðin til sölu skuldabréf í græna skuldabréfaflokki Orkuveitu Reykjavíkur, OR180255 GB. Flokkurinn ber fasta verðtryggða vexti til 36 ára, greiðir jafnar greiðslur á sex mánaða fresti og er með lokagjalddaga 18. febrúar 2055. Áður hafa verið gefin út bréf í flokknum að nafnvirði 5.638 m.kr.…

Fossar ljúka vel heppnuðu skuldabréfaútboði fyrir Reiti fasteignafélag

Lokuðu útboði Reita fasteignafélags hf. á skuldabréfum þann 5. júní 2019 er lokið. Boðin voru til sölu skuldabréf í nýjum verðtryggðum flokki, REITIR150529, sem óskað verður eftir að skráður verði í kauphöll. Nánari upplýsingar um flokkinn má sjá hér. Jafnframt var eigendum skuldabréfa í flokknum REITIR151124 boðið að greiða fyrir…

Fossar sjá um útboð á nýjum skuldabréfaflokki Reita, 5. júní nk.

Nýr flokkur skuldabréfa Stjórn Reita hefur ákveðið að hefja útgáfu á nýjum flokki skuldabréfa, REITIR150529. Flokkurinn er verðtryggður og tryggður með almennu tryggingafyrirkomulagi félagsins. Flokkurinn er með lokagjalddaga að 10 árum liðnum en endurgreiðsluferli höfuðstóls fylgir 30 ára greiðsluferli með jöfnum afborgunum. Meðallíftími flokksins (e. duration) á útgáfudegi er um…

Sérfræðingur í markaðsviðskiptum – verðbréfmiðlari

Fossar markaðir hf. óska eftir að ráða einstakling til þess að gegna starfi verðbréfamiðlara. Leitað er eftir jákvæðum, kraftmiklum og metnaðarfullum einstaklingi sem á auðvelt með mannleg samskipti og hefur brennandi áhuga á fjármálamörkuðum.

Ráðstefna Fossa um græn skuldabréf í Svíþjóð

„Markmið ráðstefnunnar er að kynna fjárfestingartækifæri á Íslandi,“ sagði Steingrímur Arnar Finnsson framkvæmdastjóri markaðsviðskipta hjá Fossum á ráðstefnu í Svíþjóð um grænar fjárfestingar á Íslandi. Norræni fréttamiðillinn NordSIP sat ráðstefnuna. Auk Steingríms og Andra Guðmundssonar, framkvæmdastjóra fyrirtækjaráðgjafar Fossa markaða með starfsstöð í Stokkhólmi, héldu erindi þau Estrid Brekkan, sendiherra Íslands…

Fossar markaðir ljúka skuldabréfaútgáfu fyrir hönd Lykils

Lykill fjármögnun hf. hefur lokið skuldabréfaútboði á nýjum verðtryggðum skuldabréfaflokki með auðkennið LYKILL 26 05. Alls bárust tilboð að nafnvirði 3.530 m.kr. og voru öll tilboð samþykkt á hreina verðinu 100,00 (pari) sem jafngildir 3,34% ávöxtunarkröfu. Skuldabréfaflokkurinn er til 7 ára, ber fasta 3,30% verðtryggða vexti og er tryggður með…

Fossar markaðir höfðu umsjón með útgáfu á nýjum skuldabréfaflokki Lykils

Lykill fjármögnun hf. hefur lokið skuldabréfaútboði í nýjum skuldabréfaflokki með auðkennið LYKILL 20 04. Flokkurinn er nýr óverðtryggður skuldabréfaflokkur með 5,30% föstum vöxtum, mánaðarlegum greiðslum og lokagjalddaga þann 28. apríl 2020. Seld voru skuldabréf að nafnverði 3.000 m.kr. á hreina verðinu 100,00 (pari) í lokuðu útboði. Eigendum í áður útgefnum…

Fossar markaðir efna til skuldabréfaútboðs fyrir Reiti fasteignafélag á þriðjudag, 9. apríl

Reitir fasteignafélag hf. efnir til útboðs á skuldabréfum á þriðjudaginn, 9. apríl. Fossar markaðir hafa umsjón með útboðinu. Boðin verða til sölu skuldabréf í eftirfarandi flokkum: REITIR151244: Verðtryggð jafngreiðslubréf til tæplega 26 ára. Áður útgefin að nafnverði 38,3 ma.kr. REITIR151124: Verðtryggð jafngreiðslubréf til tæplega 6 ára. Áður útgefin að nafnverði…

Fossar ljúka öðru útboði grænna skuldabréfa OR

Orkuveita Reykjavíkur (OR) hélt vel heppnað útboð á grænum skuldabréfum í gær, 4. apríl. Fossar markaðir höfðu umsjón með útgáfunni og nam heildareftirspurnin 3.330 milljónum króna á ávöxtunarkröfunni 2,2-2,4%. Tilboðum var tekið fyrir 2.110 milljónir króna á ávöxtunarkröfunni 2,29%. Þetta er í annað skipti sem OR heldur útboð á grænum…

Fossar sjá um græna skuldabréfaútgáfu OR

Orkuveita Reykjavíkur mun halda útboð á grænum skuldabréfum þann 4. apríl næstkomandi. Fossar markaðir hafa umsjón með útboðinu. Skuldabréfaflokkurinn sem boðinn verður út hefur auðkennið OR 180255 GB og er til 36 ára. Hann ber fasta verðtryggða vexti og verður tekinn til viðskipta á Nasdaq Iceland Sustainable Bond markaðnum. Flokkurinn…

Fossar markaðir efna til skuldabréfaútboðs fyrir Reykjavíkurborg n.k. miðvikudag, 6. mars

Reykjavíkurborg efnir til skuldabréfaútboðs á skuldabréfaflokknum RVKG 48 1 næstkomandi miðvikudag, 6. mars. Heimild til lántöku á árinu 2019 er 5.500 m.kr. Engin lán hafa verið tekin það sem af er ári og er því ónýtt heimild 5.500 m.kr. Heildarstærð RVKG 48 1 fyrir þetta útboð nemur alls 4.100 m.kr.…

Fossar markaðir efna til skuldabréfaútboðs fyrir Reiti fasteignafélag á morgun, 26. febrúar

Reitir fasteignafélag hf. efnir til útboðs á skuldabréfum á morgun, þriðjudaginn 26. febrúar. Boðin verða til sölu skuldabréf í eftirfarandi flokkum: • REITIR151244: Verðtryggð jafngreiðslubréf til tæplega 26 ára. Áður útgefin að nafnverði 37.405.200.000 kr. • REITIR151124: Verðtryggð jafngreiðslubréf til tæplega 6 ára. Áður útgefin að nafnverði 8.350.000.000 kr •…

Reynsla Fossa af dönsku kauphöllinni er góð

Í tilefni af því að þrjú íslensk fjármálafyrirtæki hafa á skömmum tíma gerst aðilar að dönsku kauphöllinni er rætt við Nikolaj Kosakewitsch, forstjóra Nasdaq Copenhagen, í nýjasta tölublaði Viðskiptamoggans. Fossar markaðir voru fyrst íslensku fyrirtækjanna aðilar bæði að dönsku og sænsku kauphöllinni í september 2018 og var Haraldur Þórðarson, forstjóri…