Önnur vel heppnuð útgáfa grænna skuldabréfa í umsjón Fossa markaða

Vel heppnað útboð Orkuveitu Reykjavíkur (OR) á grænum skuldabréfum fór fram 13. febrúar. Fossar markaðir höfðu umsjón með útgáfunni og nam heildareftirspurnin 6,3 milljörðum króna. Tilboðum var tekið fyrir um 3,5 milljarða króna á ávöxtunarkröfunni 2,6%. Þetta er í annað sinn sem gefin eru út græn skuldabréf á Íslandi, sem…

Fossar hafa umsjón með grænni skuldabréfaútgáfu Orkuveitunnar

Fyrsta útboð á grænum skuldabréfum Orkuveitu Reykjavíkur verður haldið þann 13. febrúar næstkomandi. Fossar markaðir hafa umsjón með útboðinu. Skuldabréfaflokkurinn sem boðinn verður út hefur auðkennið OR 180255 GB og er til 36 ára. Hann mun bera fasta verðtryggða vexti og verður tekinn til viðskipta á Nasdaq Iceland Sustainable Bond…

Fossar markaðir umsvifamestir í tilkynntum viðskiptum með skuldabréf á árinu 2018

Fossar markaðir hf. voru umsvifamestir í tilkynntum viðskiptum með skuldabréf á árinu 2018. Hlutdeild Fossa markaða í tilkynntum viðskiptum í desember var 17,1% í skuldabréfum og 25,9% í hlutabréfum og samsvarandi 10,6% og 17,2% í öllum viðskiptum. Á árinu 2018 voru Fossar markaðir umsvifamestir í tilkynntum viðskiptum með skuldabréf með…

Vel heppnuð skuldabréfaútgáfa Reita fasteignafélags

Reitir fasteignafélag hf. hefur undirritað samning við Fossa markaði um umsjón með skuldabréfaútboðum Reita. Fyrsta útboð Reita í umsjón Fossa markaða var í gær, 18. desember, þar sem boðin voru til sölu skuldabréf í verðtryggðu flokkunum REITIR151124 og REITIR151244, ásamt óverðtryggða flokknum REITIR 22. Alls bárust tilboð í flokkana þrjá…

Fossar stærstir í tilkynntum viðskiptum í nóvember

Fossar markaðir hf. voru stærstir í tilkynntum viðskiptum í bæði hlutabréfum og skuldabréfum í nóvember. Hlutdeild Fossa markaða í tilkynntum viðskiptum í nóvember var 16,3% í skuldabréfum og 27,7% í hlutabréfum og samsvarandi 11,6% og 15,0% í öllum viðskiptum. Það sem af er ári eru Fossar markaðir umfangsmestir í tilkynntum…

Stækkun á skuldabréfaflokknum LYKILL 17 1

Fossar markaðir höfðu umsjón með stækkun á skuldabréfaflokknum LYKILL 17 1 fyrir Lykil fjármögnun hf. þann 29. nóvember síðastliðinn. Skuldabréfin bera 3,95% fasta ársvexti og voru seld á ávöxtunarkröfunni 3,45%. Seld voru skuldabréf að nafnverði 1.380.000.000 króna og verður heildarstærð flokksins því í kjölfar stækkunar að nafnverði 15.000.000.000 króna sem…

Fyrsta innlenda útgáfa grænna skuldabréfa í umsjón Fossa

Fjallað er um útgáfu Reykjavíkurborgar á grænum skuldabréfum í nýjasta tölublaði Markaðarins, fylgiblaðs Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagslíf. Rætt er um útgáfuna og gildi grænna skuldabréfa við Andra Guðmundsson, framkvæmdastjóra fyrirtækjaráðgjafar Fossa markaða, en Fossar hafa umsjón með sölu bréfanna og samskipti við fjárfesta. Meðal þess sem Andri bendir á…

Fossar afhenda 8,2 milljónir til styrktar ungmennum í fíknivanda

Afrakstur Takk dagsins mun meðal annars tryggja forvarnafræðslu í öllum grunnskólum landsins Þjóðarátakið Ég á bara eitt líf og Bergið, móttöku- og stuðningssetur fyrir ungt fólk, hafa fengið afhentar 8,2 milljónir króna sem söfnuðust á Takk degi Fossa markaða fimmtudaginn 22. nóvember. Upphæðin skiptist jafnt þannig að hvor um sig…

Haraldur Þórðarson, forstjóri Fossa, dreifði armbandi átaksins Ég á bara eitt líf til starfsfólks við opnun markaða í morgun.

Takk dagurinn styður við ungmenni í fíknivanda

„Það hefur verið afskaplega gefandi að festa Takk daginn í sessi sem árlegan viðburð og það er gaman að geta unnið að því í samstarfi við viðskiptavini okkar að styðja við brýn málefni í okkar samfélagi,“ segir Haraldur Þórðarson, forstjóri Fossa markaða. Takk dagur Fossa markaða er haldinn í fjórða…

Lykill fjármögnun stækkar skuldabréfaflokk

Fossar markaðir höfðu umsjón með stækkun á skuldabréfaflokknum LYKILL 17 1 fyrir Lykil fjármögnun hf. þann 29. október síðastliðinn. Skuldabréfin bera 3,95% fasta ársvexti og voru seld á ávöxtunarkröfunni 3,60%. Seld voru skuldabréf að nafnverði 1.600.000.000 króna og verður heildarstærð flokksins því í kjölfar stækkunar að nafnverði 13.620.000.000 króna. LYKILL…

Vel heppnað skuldabréfaútboð Orkuveitu Reykjavíkur

Fossar markaðir höfðu umsjón með útboði Orkuveitu Reykjavíkur, sem lauk í gær, 23. október 2018. Heildareftirspurn í útboðinu nam samtals 3.550 m. kr. að nafnverði. Heildartilboð í flokkinn OR090546 voru samtals 720 m. kr. á bilinu 2,80% - 2,88%. Tilboðum að fjárhæð 420 m. kr. var tekið á ávöxtunarkröfunni 2,85%.…

Fossar markaðir í samstarf við Redington í Bretlandi

Gefa út lista yfir bestu eignastýringar heims Fossar markaðir hafa undirritað samstarfssamning við breska fjárfestingaráðgjafarfyrirtækið Redington. Samstarfið felur í sér að starfsfólk fagfjárfestaþjónustu Fossa og viðskiptavinir félagsins hafa nú aðgang að greiningum Redington á eignastýringarhúsum á heimsvísu. Hjá Redington starfar sérhæft og reynslumikið rannsóknateymi skipað sérfræðingum í öllum helstu eignaflokkum.…

Adrian og Daði hefja störf hjá Fossum

Tveir nýir starfsmenn hafa bæst í öflugan starfsmannahóp Fossa markaða. Adrian Sabido og Daði Kristjánsson hafa verið ráðnir í teymi markaða og starfa á skrifstofu Fossa í Reykjavík. Haraldur Þórðarson, forstjóri Fossa markaða, segir þá hafa átt samleið í störfum sínum á fjármálamarkaði og hafi mikla reynslu. Adrian Sabido er…

NASDAQ Fossar

Nasdaq býður Fossa markaði velkomna

Nasdaq býður Fossa markaði velkomna sem nýjan aðila að kauphöllum Nasdaq í Kaupmannahöfn og Stokkhólmi. Með aðildinni eru Fossar fyrsta íslenska fjármálafyrirtækið í meira en áratug til að tengjast erlendum kauphöllum beint með þessum hætti. Fossar markaðir geta nú átt bein og milliliðalaus viðskipti með öll verðbréf sem skráð eru…

haraldur-fossar

Fossar markaðir fá kauphallaraðild að Nasdaq í Kaupmannahöfn og Stokkhólmi

- Aðildin tekur gildi mánudaginn 17. september næstkomandi. Fossar markaðir hf. hafa fengið aðild að kauphöllum Nasdaq í Kaupmannahöfn og Stokkhólmi. Með því eru Fossar fyrsta íslenska fjármálafyrirtækið í meira en áratug til að tengjast erlendum kauphöllum beint með þessum hætti. Fyrirtækið getur frá og með næstkomandi mánudegi, 17. september,…