Markaðsviðskipti

Markaðsviðskipti Fossa markaða veitir alhliða þjónustu á íslenskum fjármálamörkuðum á sviði miðlunar. Fossar eru aðili að Nasdaq Iceland kauphöllinni og hafa jafnframt aðgang að yfir 85 öðrum kauphöllum á heimsvísu. Félagið veitir alhliða þjónustu í tengslum við verðbréfaviðskipti á fjármálamarkaði. Á sviði miðlunar hefur félagið milligöngu um viðskipti með innlend og erlend verðbréf, hvort sem um ræðir skráð eða óskráð bréf, auk gjaldeyrisþjónustu.

Viðskiptavinum býðst beinn aðgangur að kauphöllum og alþjóðlegum verðbréfamörkuðum í gegnum Fossar Trader sem notast við margverðlaunað kerfi Saxo Bank.  Meðal annarrar þjónustu á fjármálamörkuðum má nefna hlutafjárútboð, utanþingsviðskipti, umsjón með tilboðabók og einkaútgáfu verðbréfa.

Fossar markaðir bjóða einnig uppá vörsluþjónustu.