Lagalegir fyrirvarar

Vefsíða

Upplýsingar á vefsíðu Fossa markaða hf. (hér eftir „Fossar“ eða „félagið“) eru birtar samkvæmt bestu vitund Fossa á hverjum tíma og er ekki tekin ábyrgð á viðskiptum sem gerð eru á grundvelli þeirra. Fossar ábyrgjast ekki réttmæti upplýsinganna hvort sem þær koma frá félaginu eða þriðja aðila. Upplýsingarnar kunna að breytast án fyrirvara.

Upplýsingar á vefsíðu Fossa eru almenns eðlis og fela ekki í sér tilboð eða ráðleggingar um kaup eða sölu tiltekinna fjármálagerninga. Notendur vefsíðunnar bera einir ábyrgð á fjárfestingarákvörðunum sem teknar eru á grundvelli þeirra upplýsinga sem birtast á vefsíðunni.

Fossar bera ekki í neinum tilvikum ábyrgð á tjóni sem rekja má til upplýsinga sem birtast á vefsíðu Fossa né heldur á tjóni sem rekja má beint eða óbeint til notkunar á vefsíðu félagsins. Fossar bera ekki í neinum tilvikum ábyrgð á tjóni sem rekja má til þess að ekki er hægt að nota vefsíðuna um lengri eða skemmri tíma.

Fossar eiga höfundarrétt á upplýsingum sem birtast á vefsíðunni nema annað sé tekið fram eða verði leitt af eðli máls. Óheimilt er að dreifa upplýsingunum, afrita þær eða nýta með öðrum hætti án skriflegs samþykkis Fossa. Ekki skiptir máli hvers eðlis þær upplýsingar eru né í hvaða tilgangi ætlunin er að endurbirta þær, afrita þær eða dreifa þeim. Viðskiptavinum Fossa er þó heimilt að vista slíkar upplýsingar til einkanota.

Viðskipti með fjármálagerninga eru áhættusöm í eðli sínu. Verðbreytingar í fortíð gefa ekki endilega vísbendingu um verðbreytingar í framtíð. Fossar hvetja viðskiptavini sína til að afla sér upplýsinga um eðli verðbréfaviðskipta og eftir atvikum annað sem viðkemur verðbréfaviðskiptum hjá ráðgjöfum félagsins.

Framangreindir fyrirvarar eiga einnig við um allar upplýsingar og efni sem sett er af hálfu Fossa inn á samfélagsmiðla ef við á.

Tölvupóstsendingar

Tölvupóstar og viðhengi sem send eru frá netföngum skráðum á Fossa kunna að innihalda trúnaðarupplýsingar og/eða einkamál og eru eingöngu ætluð skráðum viðtakendum. Sé efni tölvupósts og viðhengja ótengt starfsemi Fossa er sendandi einn ábyrgur. Fossar vekja athygli á því að hvers konar upplýsingagjöf, afritun eða dreifing þeirra upplýsinga sem fram koma í tölvupóstum og viðhengjum er óleyfileg og kann að varða við lög. Sért þú ekki réttur viðtakandi tölvupóstsins ertu vinsamlega beðinn um að gæta fyllsta trúnaðar, tilkynna sendanda að þér hafi borist þessi tölvupóstur fyrir mistök, að því loknu að eyða tölvupóstinum og viðhengjum hans, ef einhver eru, án þess að geyma afrit, sbr. lagaskyldu þar að lútandi skv. 47. gr. laga nr. 81/2003, um fjarskipti.

Fossar bera ekki ábyrgð á rangri eða ófullgerðri sendingu upplýsinganna sem tölvupósturinn inniheldur, né heldur á töfum á afhendingu hans eða tjóni sem kann að verða á tölvukerfi móttakanda. Fossar ábyrgjast hvorki öryggi tölvupóstsins né að hann sé laus við vírusa eða að íhlutun þriðja aðila hafi ekki átt sér stað.

Upplýsingar um fyrirtæki eða fjármálagerninga hafa eingöngu upplýsingagildi og fela ekki í sér tilboð eða ráðleggingar um kaup eða sölu verðbréfa eða þátttöku í fjárfestingum.

Upptaka símtala, geymsla og vistun gagna

Í því skyni að tryggja öryggi viðskiptavinar og Fossa er viðskiptavini gert kunnugt um að viðskiptasímtöl við félagið kunna að vera hljóðrituð án sérstakrar tilkynningar í hvert sinn. Hið sama gildir um samtöl í gegnum aðra rekjanlega miðla, til dæmis Lync, Bloomberg og Skype for Business.

Símaupptökur eru gerðar á grundvelli heimildar í lögum um fjarskipti.
Viðskiptavini er gert kunnugt um að upptökur kunna að verða lagðar fram í dómsmáli og/eða notaðar sem sönnunargagn í öðrum tilvikum komi upp ágreiningur um hvað aðilum fór á milli. Að öðru leyti skulu Fossar fara með upptökur líkt og með aðrar upplýsingar er lúta þagnarskyldu, sbr. 58. gr. – 60. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki.

Öll gögn sem innihalda upplýsingar um viðskipti viðskiptavina og framkvæmd þeirra eru vistuð hjá Fossum í að lágmarki fimm ár.

Fjárfestavefur

I) Um rafræna innskráningu
HVAÐ ERU RAFRÆN SKILRÍKI Í FARSÍMA / HVERNIG VIRKA ÞAU?
Rafrænu skilríkin eru vistuð á SIM-korti viðkomandi farsíma og þú velur þér PIN-númer til að beita þeim. Rafrænu skilríkin virka á gömlum sem nýjum farsímum, óháð stýrikerfum. Enginn kortalesari, enginn hugbúnaður sem þarf að setja upp. Bara að hafa farsímann við höndina, það
er það eina sem þarf.

HVERNIG NOTA ÉG RAFRÆN SKILRÍKI Í FARSÍMA?
Þú ferð einfaldlega inn á vefsvæði Fossa markaða, velur að skrá þig inn með rafrænum skilríkjum á farsíma og slærð inn farsímanúmerið þitt. Þá birtist sjálfkrafa skjámynd á farsímanum þínum þar sem þarf að staðfesta beiðnina. Ef beiðnin er staðfest kemur upp gluggi þar sem þú slærð inn
það PIN-númer sem þú valdir þér þegar rafrænu skilríkin voru framleidd og þú ert komin/n inn. Mikilvægt er að passa upp á farsímann og PIN númer rafrænu skilríkjanna. Aldrei slá inn PIN númer skilríkjanna ef þú kannast ekki við að vera beita þeim.

HVAR FÆ ÉG RAFRÆN SKILRÍKI Í SÍMA / HVERNIG FÆ ÉG SKILRÍKIN Í FARSÍMANN MINN?
Einfaldasta leiðin til þess að nálgast upplýsingar um hvernig þú færð rafrænu skilríkin í farsímann þinn er að finna á heimasíðu Auðkennis (www.auðkenni.is)

II) Öryggi á Netinu
Það sem Fossar markaðir gera:

 • Vefurinn er með ISAE-3000 vottun
 • Innskráning er einungis heimil með rafrænum skilríkjum frá Auðkenni
 • Vefurinn er settur upp á aðskildum vefþjóni
 • Allar útstöðvar (e. endpoints) eru tryggðar þannig að innskráður aðili getur einungis sótt sín eigin gögn.
 • Innskráningarupplýsingar notenda eru verndaðar með dulkóðun.
 • Það sem þú getur gert:

 • Gætt vel að aðgangsupplýsingum, leyninúmerum, PUK-númerum, auðkennislyklum,rafrænum skilríkjum og annað sem notað er til auðkenningar á fjárfestavef.
 • Skilja aldrei eftir aðgangsupplýsingar, leyninúmer, PUK-númer eða annað sem notað er til auðkenningar á fjárfestavef þar sem aðrir geta komist í þær og aldrei deila þeim með öðrum.
 • Grípa til viðeigandi ráðstafana ef grunur leikur á um að óviðkomandi hafi komist inn á þinn fjárfestavef.
 • Þegar þú hættir á fjárfestavefnum skaltu alltaf smella á hnappinn „útskrá“, sem er efst í hægra horni fjárfestavefsins.
 • Aldrei opna grunsamlega tengla í tölvupóstum. Berist þér tölvupóstur þar sem þú ert beðinn með einhverjum hætti um að staðfesta aðgangsupplýsingar, leyniorð eða annað slíkt þá skaltu láta vita þegar í stað.
 • Ávallt gæta að því að slóðin í vafra sé á öruggu vefsvæði þegar farið er inn á fjárfestavefinn. Það sést t.d. með því að ganga úr skugga um að https sé fremst í vefslóð.
 • Nota ávallt nýjustu útgáfu vafra.
 • Nota alltaf nýjustu öryggisuppfærslu stýrikerfis.
 • Nota alltaf nýjustu öryggisuppfærslur fyrir notendaforritin.
 • Varið tölvuna þína fyrir óæskilegum hugbúnaði.
 • Kynnt þér almennt tölvuöryggi t.d. á vefsíðu Samtaka Fjármálafyrirtækja og netöryggi.is

Vafrakökur

Við notkun á þessari vefsíðu verða til upplýsingar um heimsóknina. Fossar nota þessar upplýsingar til að betrumbæta vefsíðuna og upplifun notenda hennar. Við leggjum höfuðáherslu á varðveislu þessara gagna og afhendum þau ekki þriðja aðila nema um lagalega skyldu sé að ræða.

Vakin er athygli á því að þegar farið er inn á vefsíðu okkar vistast vafrakökur (e. cookies) í tölvu notandans. Kökurnar eru litlar textaskrár sem notaðar eru til þess að greina heimsóknir á vefsíðu eftir IP-tölum. Aðrar vefsíður eiga ekki að geta lesið upplýsingarnar sem eru geymdar í vafrakökunni. Vafrakökur hafa ekki að geyma persónuupplýsingar notandans. Kökunum er safnað í þeim tilgangi að telja heimsóknir sem og að greina notendaferðalag (e. Users journey) um vefsíðuna. Þessar upplýsingar eru greindar með það að markmiði að bæta upplifun notenda á vefsíðunni og auðvelda aðgengi notenda að upplýsingum.

Fossar notar einnig Google Analytics til að safna gögnum. Þar koma fram upplýsingar um hverja heimsókn, hversu lengi hún varði, hvert notandi fór innan vefsíðunnar og hvar hann fór af léninu. Við notum gögn sem safnað er með Google Analytics til þess að bæta þjónustuna okkar. Við leitumst aldrei við að greina hegðun notenda niður á einstaklinga heldur nýtum þessar upplýsingar aðeins í nafnlausum og almennum tilgangi. Þannig getum við bætt þjónustuna okkar með tímanum. Engar tilraunir eru gerðar til að tengja komur við persónugreinanlegar upplýsingar.

Upplýsingar sem safnað er á vef okkar um notendur eru:

 • Fjöldi gesta og fjöldi innlita frá gestum
 • Lengd innlita gesta
 • Hvaða síður innan vefsins eru skoðaðar og hversu oft
 • Tegund skráa sem sóttar eru af vefnum
 • Hvaða stýrikerfi og vafrar eru notuð til að skoða vefinn
 • Hvaða leitarorð af leitarvélum vísa á vefinn
 • Hvaða vefsvæði vísaði notanda á vefinn
 • Hvenær dagsins vefurinn er skoðaður

Þessar upplýsingar eru notaðar til þess afla vitneskju um notkun á vefnum og hvaða efni fólk hefur áhuga á að skoða. Þannig getum við aðlagað vefinn betur að þörfum notenda.
Hægt er að breyta öryggisstillingum á flestum vöfrum þannig að þeir taki ekki á móti kökum. Einnig er hægt að eyða kökum með einföldum hætti. Nánari upplýsingar um þau efni má finna á heimasíðum útgefenda flestra vafra.