Fossar Trader

Við opnum þér leið að erlendum mörkuðum

Fossar markaðir bjóða viðskiptavinum sínum upp á aðgang að Fossar Trader í samstarfi við Saxo Bank. Fossar Trader er viðskiptakerfi sem býður upp á beinan markaðsaðgang að yfir 30 þúsund fjárfestingakostum á 85 mörkuðum um allan heim. Hægt er að eiga viðskipti í gegnum Fossar Trader nánast hvar og hvenær sem er, í gegnum borðtölvu eða fartölvu, spjaldtölvu og snjallsíma.

Fossar Trader viðskiptakerfið er þægilegt í notkun og veitir góða yfirsýn yfir marga ólíka markaði og fjárfestingakosti. Hægt er að sérsníða umhverfið að þörfum hvers viðskiptavinar, hvort sem fylgst er með hlutabréfamörkuðum, kauphallarsjóðum, skuldabréfamörkuðum, gjaldmiðlum eða flóknari afurðum. Til viðbótar er boðið upp á ýmis greiningartæki sem auðvelda ákvarðanatöku og gott aðgengi að fréttum og margskonar greiningum á fyrirtækjum og mörkuðum frá Saxo Bank og samstarfsaðilum þeirra.

Hafir þú áhuga á að fá kynningu á Fossar Trader eða prufuaðgang, hafðu þá samband við okkur: fossar.trader@fossar.is.