NASDAQ Fossar

Fossar stærstir í tilkynntum viðskiptum með hlutabréf í ágúst

1.9.2020

Fossar markaðir hf. voru stærstir í tilkynntum viðskiptum í hlutabréfum í ágúst.

Hlutdeild Fossa markaða í tilkynntum viðskiptum í ágúst var 22,5% í skuldabréfum og 26,4% í hlutabréfum og samsvarandi 15,4% og 19,2% í öllum viðskiptum.

Það sem af er ári eru Fossar markaðir umfangsmestir í tilkynntum viðskiptum með bæði skuldabréf og hlutabréf með 21,5% hlutdeild í skuldabréfum og 20,2% hlutdeild í hlutabréfum.

Heildarvelta í ágúst nam 252 milljörðum króna í skuldabréfum og 57 milljörðum króna í hlutabréfum. Það sem af er ári nemur velta í tilkynntum viðskiptum 47,9% af heild í skuldabréfum og 64,7% í hlutabréfum.