Fossar stærstir í tilkynntum viðskiptum í nóvember

10.12.2018

Fossar markaðir hf. voru stærstir í tilkynntum viðskiptum í bæði hlutabréfum og skuldabréfum í nóvember.

Hlutdeild Fossa markaða í tilkynntum viðskiptum í nóvember var 16,3% í skuldabréfum og 27,7% í hlutabréfum og samsvarandi 11,6% og 15,0% í öllum viðskiptum.

Það sem af er ári eru Fossar markaðir umfangsmestir í tilkynntum viðskiptum með skuldabréf með 16,8% hlutdeild, samsvarandi hlutdeild í hlutabréfum nemur 18,6%.

Heildarvelta í nóvember nam 300 milljörðum króna í skuldabréfum og 115 milljörðum króna í hlutabréfum.

Mikil meirihluti veltu fer í gegnum tilkynnt viðskipti. Það sem af er ári nemur velta í tilkynntum viðskiptum 71,7% af heild í skuldabréfum og 64,6% í hlutabréfum.