Lykill fjármögnun stækkar skuldabréfaflokk

30.10.2018

Fossar markaðir höfðu umsjón með stækkun á skuldabréfaflokknum LYKILL 17 1 fyrir Lykil fjármögnun hf. þann 29. október síðastliðinn. Skuldabréfin bera 3,95% fasta ársvexti og voru seld á ávöxtunarkröfunni 3,60%.

Seld voru skuldabréf að nafnverði 1.600.000.000 króna og verður heildarstærð flokksins því í kjölfar stækkunar að nafnverði 13.620.000.000 króna.

LYKILL 17 1 er skuldabréfaflokkur sem tryggður er með veði í útlánum og fjármögnunarsamningum Lykils fjármögnunar.