Fossar markaðir ljúka skuldabréfaútboði fyrir Reykjavíkurborg

28.5.2020

Reykjavíkurborg var með skuldabréfaútboð í flokknum RVKN 35 1 þann 27. maí 2020.

Alls bárust tilboð í RVKN 35 1 að nafnvirði ISK 3.330.000.000 á bilinu 2,93% – 3,07%. Ákveðið var að taka tilboðum að nafnvirði ISK 2.610.000.000 á ávöxtunarkröfunni 2,99%. Útistandandi fyrir útboð voru ISK 10.770.000.000 að nafnvirði. Heildarstærð flokksins er nú ISK 13.380.000.000 að nafnvirði.

Uppgjörsdagurinn er þriðjudaginn 2. júní.

Fossar markaðir höfðu umsjón með útboðinu.

Nánari upplýsingar:

Helga Benediktsdóttir
Skrifstofustjóri fjárstýringar- og innheimtuskrifstofu
Sími: 898-8272
Netfang: helga.benediktsdottir@reykjavik.is

Daði Kristjánsson
Fossar markaðir
Sími: 840-4145
Netfang: dadi.kristjansson@fossarmarkets.com