Fossar markaðir ljúka skuldabréfaútboði fyrir Reykjavíkurborg

1.2.2021

Reykjavíkurborg var með skuldabréfaútboð í flokkunum RVK 32 1 og RVKN 35 1 þann 27. janúar 2021.

Í heildina bárust tilboð að nafnvirði 3.950 m.kr. í flokkana.

Heildartilboð í RVK 32 1 voru samtals 2.470 m.kr. að nafnviði á bilinu 1,23% – 1,39%. Ákveðið var að taka tilboðum að nafnvirði 1.630 m.kr. á ávöxtunarkröfunni 1,31%. Útistandandi fyrir útboð voru 5.780 m.kr. að nafnvirði. Heildarstærð flokksins er nú 7.410 m.kr. að nafnverði.

Heildartilboð í RVKN 35 1 voru samtals 1.480 m.kr. að nafnviði á bilinu 4,08% – 4,16%. Ákveðið var að taka tilboðum að nafnvirði 690 m.kr. á ávöxtunarkröfunni 4,11%. Útistandandi fyrir útboð voru 13.380 m.kr. að nafnvirði. Heildarstærð flokksins er nú 14.070 m.kr. að nafnverði.

Uppgjörsdagur er þriðjudagurinn 2. febrúar 2021.

Fossar markaðir höfðu umsjón með útboðinu.

Nánari upplýsingar:

Helga Benediktsdóttir
Skrifstofustjóri fjárstýringar- og innheimtuskrifstofu
Sími: 898-8272
Netfang: helga.benediktsdottir@reykjavik.is

Daði Kristjánsson
Fossar markaðir
Sími: 840-4145
Netfang: dadi.kristjansson@fossarmarkets.com

Matei Manolescu
Fossar markaðir
Sími: 832-4008
Netfang: matei.manolescu@fossarmarkets.com