Fossar markaðir höfðu umsjón með útgáfu á nýjum skuldabréfaflokki Lykils

12.4.2019

Lykill fjármögnun hf. hefur lokið skuldabréfaútboði í nýjum skuldabréfaflokki með auðkennið LYKILL 20 04. Flokkurinn er nýr óverðtryggður skuldabréfaflokkur með 5,30% föstum vöxtum, mánaðarlegum greiðslum og lokagjalddaga þann 28. apríl 2020.

Seld voru skuldabréf að nafnverði 3.000 m.kr. á hreina verðinu 100,00 (pari) í lokuðu útboði.

Eigendum í áður útgefnum óskráðum skuldabréfaflokki félagsins, LYKILL 15 1, bauðst að skipta út skuldabréfum í flokknum fyrir hin nýju skuldabréf. Eigendur að samtals 3.100 m.kr. að nafnverði í LYKILL 15 1 samþykktu að skipta yfir í LYKILL 20 04 sem samsvarar tæplega 1.100 m.kr. að nafnverði í nýja flokknum.

Uppgjörsdagur viðskipta er 15. apríl 2019. Óskað verður eftir því að skuldabréfin verði tekin til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland þann dag.

Fossar markaðir hf. höfðu umsjón með útgáfu og sölu skuldabréfanna.

Nánari upplýsingar veita:
Daði Kristjánsson, Fossar markaðir hf., dadi.kristjansson@fossarmarkets.com, s: 840 4145
Sighvatur Sigfússon, fjármálastjóri Lykils fjármögnunar hf., sighvatur@lykill.is, s: 540 1700