Fossar ljúka vel heppnuðu skuldabréfaútboði fyrir Reiti fasteignafélag

7.6.2019

Lokuðu útboði Reita fasteignafélags hf. á skuldabréfum þann 5. júní 2019 er lokið. Boðin voru til sölu skuldabréf í nýjum verðtryggðum flokki, REITIR150529, sem óskað verður eftir að skráður verði í kauphöll. Nánari upplýsingar um flokkinn má sjá hér. Jafnframt var eigendum skuldabréfa í flokknum REITIR151124 boðið að greiða fyrir kaup á nýju skuldabréfunum með skuldabréfum sínum í þeim flokki. Verð skuldabréfa í flokknum REITIR151124 var fyrirframákveðið og svarar til 2,55% ávöxtunarkröfu til uppgjörsdags.

Samtals bárust tilboð að nafnvirði 7.538.911.510 króna og var ákveðið að taka tilboðum að nafnvirði 7.438.911.510 króna á ávöxtunarkröfunni 2,79%. Þar af var tekið við bréfum að nafnvirði 3.599.502.295 krónur í flokknum REITIR151124.

Gjalddagi áskrifta og afhending bréfa er fyrirhuguð þriðjudaginn 18. júní næstkomandi og óskað verður eftir því að hin nýju skuldabréf verði tekin til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland sama dag.