lykill-fjarmognun-fossar

Fossar ljúka vel heppnuðu skuldabréfaútboði fyrir Lykil

10.9.2018

Fossar markaðir höfðu umsjón með útboði Lykils fjármögnunar hf. sem lauk þann 5. september 2018.

Heildartilboð í flokkinn verðtryggða flokkinn LYKILL 17 1 voru samtals 2.450 m.kr. á bilinu 3,74% – 3,85%. Ákveðið var að taka tilboðum upp á 2.350 m.kr. að nafnvirði á ávöxtunarkröfunni 3,80%. Heildarstærð flokksins eftir útboðið er 12.020.000.000 kr. að nafnvirði.

Engin tilboð bárust í óverðtryggða flokkinn LYKILL 16 1. Heildarstærð flokksins er 5.080.000.000 kr. að nafnvirði.

LYKILL 17 1 og LYKILL 16 1 eru skuldabréfaflokkar sem tryggðir eru með veði í útlánum og fjármögnunarsamningum Lykils fjármögnunar.