Fossar ljúka öðru útboði grænna skuldabréfa OR

5.4.2019

Orkuveita Reykjavíkur (OR) hélt vel heppnað útboð á grænum skuldabréfum í gær, 4. apríl. Fossar markaðir höfðu umsjón með útgáfunni og nam heildareftirspurnin 3.330 milljónum króna á ávöxtunarkröfunni 2,2-2,4%. Tilboðum var tekið fyrir 2.110 milljónir króna á ávöxtunarkröfunni 2,29%. Þetta er í annað skipti sem OR heldur útboð á grænum skuldabréfum en Fossar markaðir höfðu umsjón með fyrri útgáfunni þann 13. febrúar síðastliðinn.