Fagfjárfestaþjónusta

Fagfjárfestaþjónusta Fossa markaða leitast við að mæta fjölbreyttum þörfum ólíkra viðskiptavina á borð við lífeyrissjóði, vátryggingafélög, eignastýringarfyrirtæki, styrktarsjóði, stofnanir, fjölskylduskrifstofur og fjársterka einstaklinga. Við vinnum náið með viðskiptavinum okkar til að skilja fjárfestingarþarfir þeirra og veitum þeim aðgang að bestu fjárfestingalausnum sinnar tegundar samkvæmt greiningum viðurkenndra ráðgjafa, bæði innanlands og utan.

Í gegnum samstarf við trausta innlenda og erlenda aðila bjóða Fossar markaðir upp á aðgang að sjóðum yfir 600 sjóðastýringarfyrirtækja í öllum helstu eignaflokkum, hvort sem áherslan er á alþjóðleg hlutabréf, skuldabréf, sértækar fjárfestingar, framtakssjóði, fasteignasjóði  eða hvers kyns aðra eignaflokka.

Félagið starfar með alþjóðlegum fjárfestingarráðgjöfum sem sérhæfa sig í vali sjóðastýringarfyrirtækja sem og greiningu á einstökum sjóðum og eignaflokkum, til að geta sem best aðstoðað viðskiptavini sína án hagsmunaárekstra. 

Við skiljum mikilvægi ábyrgra fjárfestinga og þess að taka tillit til umhverfis-, félags- og siðferðislegra viðmiða við fjárfestingar. Alþjóðlegir samstarfsaðilar Fossa markaða eru aðilar að sáttmála Sameinuðu Þjóðanna um ábyrgar fjárfestingar og hafa markað sér skýra stefnu þegar kemur að ESG þáttum við fjárfestingar sínar.