Brynja Baldursdóttir

Stjórnarmaður

Brynja Baldursdóttir er stjórnarmaður Fossa markaða hf.

Brynja er framkvæmdastjóri Creditinfo og ber jafnframt ábyrgð á starfsemi Creditinfo Group í norður- og suður Evrópu. Brynja hefur margra ára þverfaglega reynslu af stjórnun og stefnumótun í tæknigeiranum. Hún hóf feril sinn í upplýsingatækni og vann í sjö ár hjá Símanum, þar af lengst af sem forstöðumaður vefdeildar. Þá hefur Brynja setið í stjórn nokkurra fyrirtækja og í stjórn Lífsverks, lífeyrissjóðs á árunum 2014-2017.

Brynja er verkfræðimenntuð frá Háskóla Íslands og er með M.Sc. gráðu frá Georgia Institute of Technology í Bandaríkjunum.