6. febrúar 2018

Fossar ljúka vel heppnuðu skuldabréfaútboði fyrir OR

Fossar markaðir höfðu umsjón með útboði Orkuveitu Reykjavíkur, sem lauk í gær, 5. febrúar 2018.

Heildareftirspurn í útboðinu nam samtals 3.610 m. kr. að nafnverði.

Heildartilboð í flokkinn OR090546 voru samtals 1.850 m. kr. á bilinu 2,74% – 2,90%. Tilboðum að fjárhæð 1.310 m. kr. var tekið á ávöxtunarkröfunni 2,85%. Að auki nýttu viðskiptavakar sér í dag kauprétt á 200 m. kr.

Heildartilboð í flokkinn OR090524 voru samtals 1.380 m. kr. á bilinu 2,50% – 2,95%. Tilboðum að fjárhæð 475 m. kr. var tekið á ávöxtunarkröfunni 2,70%. Að auki nýttu viðskiptavakar sér í dag kauprétt á 180 m. kr.

„Útboðið gekk vonum framar og var heildareftirspurn sú mesta um árabil í útboðum sem OR hefur haldið og við erum spennt fyrir áframhaldandi samstarfi við Orkuveituna.“
– Matei Manolescu, skuldabréfamiðlun Fossa markaða.